Stjórn og stjórnendur

Stjórn Lýsingar

Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformaður
Jón Örn Guðmundsson, varaformaður stjórnar
Brynja Dögg Steinsen
Hörður Gunnarsson
Jóhanna Waagfjörð

Stjórnendur Lýsingar

 

Árni Huldar Sveinbjörnsson
YFIRLÖGFRÆÐINGUR

arni(hjá)lysing.is

Lögfræðingur frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2007. Árni hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hann starfaði sem lögfræðingur á lánasviði Fjármálaeftirlitsins frá 2006 til 2010. Lögfræðingur framkvæmdastjórnar og stjórnar Íslandsbanka 2010-2013, ásamt því að sitja í stjórn Borgunar hf.

Guðrún Jónsdóttir
YFIRMAÐUR ÁHÆTTUSTÝRINGAR

gudrunj(hjá)lysing.is

Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2003 og MS í fjárfestingastjórnun (MSIM) frá sama skóla 2006. Einnig phil.cand. í sagnfræði frá Göteborgs Universitet 1982. Guðrún starfaði við rekstur fyrirtækja, bókhald og uppgjör fram til ársins 2003, m.a. Lyfjabúðir ehf. og Síf hf. Guðrún starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2006-2011, fyrstu tvö árin sem sérfræðingur á lánasviði og síðan framkvæmdastjóri verðbréfasviðs frá 2008. Guðrún hóf störf hjá Lýsingu í febrúar 2013.

Herbert S. Arnarson
LÁNASTJÓRI

herbert(hjá)lysing.is

MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í íþróttafræðum frá Kentucky Wesleyan College. Herbert var forstöðumaður hjá Lykli þegar hann var í eigu MP banka. Þar á undan var Herbert forstöðumaður innheimtu- og útlánasviðs SP-Fjármögnunar eftir að hafa verið ráðgjafi, sölustjóri og forstöðumaður atvinnutækjafjármögnunar. Herbert hefur starfað við eignaleigu síðan árið 2003.

Lilja Dóra Halldórsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI

lilja(hjá)lysing.is

Lögfræðingur (cand.jur.) frá Háskóla Íslands 1994, viðskiptagráða frá K.U.Leuven 1999 og MBA frá Vlerick Business School 2000. Lilja Dóra var lögfræðingur Skeljungs 1994-1998. Þá starfaði Lilja um tíma fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Lilja kenndi við Háskólann í Reykjavík frá 2004-2010 eða þar til hún hóf störf sem lögfræðingur hjá Lýsingu. Lilja Dóra hefur verið forstjóri Lýsingar frá því í júní 2011.

Sighvatur Sigfússon
SVIÐSTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS

sighvatur(hjá)lysing.is

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskóla Íslands 2001 og MBA frá University of Edinburgh 2005. Sighvatur starfaði sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Byrs Sparisjóðs frá 2007-2009. Hann starfaði sem forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Sparisjóði Vélstjóra frá 2000-2005 og síðar sem forstöðumaður fjármálasviðs.

Stefnir Stefnisson
SVIÐSTJÓRI REKSTRARSVIÐS

stefnir(hjá)lysing.is

Hagfræðingur frá Háskóla Íslands 2008. Stefnir hefur starfað hjá Lýsingu frá árinu 2008, fyrst sem ráðgjafi á einstaklingsviði auk fjölda tilfallandi starfa en síðar sem greinandi á fjármálasviði. Sumarið 2011 tók Stefnir við starfi verkefnastjóra á skrifstofu forstjóra sem var síðar breytt í stöðu forstöðumanns greininga en í dag gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra upplýsinga- og rekstrarsviðs .

Sverrir Viðar Hauksson
SVIÐSTJÓRI VIÐSKIPTASVIÐS

sverrir(hjá)lysing.is

Viðskiptafræðingur og MBA frá Háskóla Íslands. Starfaði sem ráðgjafi hjá Deloitte/IMG 2000-2006, sem framkvæmdastjóri HEKLU, bílaumboðs 2006-2011, og síðan aftur sem ráðgjafi, bæði sjálfstætt og hjá Capacent á árunum 2011-2013. Sverrir var formaður Bílgreinasambandsins árin 2010-2013.

Þór Jónsson
ALMANNATENGSL

thor(hjá)lysing.is

Þór starfaði sem blaða- og fréttamaður frá árinu 1985 til og með 2011, lengst af á Stöð2/Bylgjunni (NFS), en með hléi frá 2006 til 2010, þegar hann starfaði sem upplýsingafulltrúi og forstöðumaður almannatengsla hjá félagsmálaráðuneytinu og Kópavogsbæ. Auk þess hefur hann stundað ýmis önnur störf á sviði miðlunar og samskipta, s.s. túlkaþjónustu og ritstörf, að ógleymdum félags- og trúnaðarstörfum á borð við stjórnarsetu í Blaðamannafélagi Íslands og norræna blaðamannaskólanum NJC. Þór lauk fjölmiðlanámi frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1991 en stundar nú laganám í HR.